Tryggvi Snær eftirsóttur

Tryggvi Snær Hlinason.
Tryggvi Snær Hlinason. mbl.is/Kristinn Magnússon

Tryggvi Snær Hlinason, landsliðsmaður í körfubolta, er eftirsóttur af félögum af Spáni ef marka má spænska íþróttafréttamanninn Chema de Lucas. 

Leikmaðurinn stóri og stæðilegi er samningsbundinn Valencia á Spáni, en hann hefur verið í Bandaríkjunum að undanförnu að æfa og spila með liðum í NBA-deildinni. Hann æfði m.a með Phoenix Suns og tók þátt í sumardeildinni með Toronto Raptors. 

Tryggvi tók þátt í nýliðavalinu í NBA í ár, en hann var ekki valinn. Félögin sem sýnt hafa Tryggva hve mestan áhuga eru Obradoiro og Andorra. Andorra endaði í sjötta sæti spænsku deildarinnar á síðustu leiktíð og Obradoiro hafnaði í tólfta sæti. 

Miðherjinn lék með Valencia á síðustu leiktíð eftir að hann vakti verðskuldaða athygli með Þór á Akureyri. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert