Dagur Kár á leið til Austurríkis

Dagur Kár Jónsson er á leiðinni til Austurríkis og mun ...
Dagur Kár Jónsson er á leiðinni til Austurríkis og mun ekki taka slaginn með Stjörnunni í úrvalsdeildinni á næstu leiktíð. mbl.is/Árni Sæberg

Körfuknattleikskappinn Dagur Kár Jónsson er á leið til austurríska úrvalsdeildarfélagsins Raiffeisen Flyers Wels en þetta staðfesti hann í samtali við Karfan.is í morgun. Dagur Kár var einn besti leikmaður Grindvíkinga í úrvalsdeildinni síðasta vetur þar sem hann skoraði 17 stig og gaf 7 stoðsendingar að meðaltali í leik.

Til stóð að Dagur Kár myndi ganga til liðs við uppeldisfélag sitt Stjörnuna og spila með liðinu á næstu leiktíð en nú er ljóst að ekkert verður úr því. Raiffeisen Flyers Wels endaði í fimmta sæti austurrísku úrvalsdeildarinnar á síðustu leiktíð, ásamt því að komast í undanúrslit bikarkeppninnar.

mbl.is