Glæsileg byrjun íslensku strákanna

Leikmenn U16 liðs Ísland sem keppa í Bosníu.
Leikmenn U16 liðs Ísland sem keppa í Bosníu. Ljósmynd/KKÍ

Íslenska landsliðið í körfubolta skipað leikmönnum 16 ára og yngri vann glæsilegan 77:74-sigur á Finnlandi í fyrsta leik sínum í B-deild Evrópumótsins sem fram fer í Sarajevó í Bosníu. 

Liðin skiptust á að hafa forystu í æsispennandi leik og réðust úrslitin í blálokin, þar sem íslenska liðið var sterkara. Ástþór Atli Svala­son átti mjög góðan leik í íslenska liðinu og skoraði 21 stig og Vikt­or Máni Stef­fen­sen bætti við tíu stigum. 

Íslenska liðið mætir Pólverjum í öðrum leik sínum á mótinu á morgun. 

mbl.is