Finnur þjálfar yngri flokka Vals

Finnur Freyr Stefánsson mun þjálfa yngri flokka hjá Val á ...
Finnur Freyr Stefánsson mun þjálfa yngri flokka hjá Val á næstu leiktíð. Ljósmynd/Valur

Finnur Freyr Stefánsson, fyrrverandi þjálfari Íslandsmeistara KR mun þjálfa yngri flokka hjá Val í körfuknattleik á næstu leiktíð en þetta staðfesti félagið í dag. Finnur hefur þjálfað meistaraflokk KR undanfarin ár og gert liðið fimm sinnum að Íslandsmeisturum á þeim tíma. Þá vann hann tvo bikarmeistaratitla með liðið.

Finnur er á leiðinni í nám í Háskólann á Bifröst en hann tilkynnti það í vor að hann ætlaði sér að hætta sem þjálfari KR. Hann mun þjálfa minnibolta átta og níu ára auk drengjaflokks. Þorgrímur Guðni Björnsson, aðstoðarþjálfari meistaraflokks karla, verður Finni innan aðstoðar.

mbl.is