Þorgeir Freyr í Breiðablik

Þorgeir Freyr Gíslason og Þorsteinn Finnbogason munu spila með Breiðabliki ...
Þorgeir Freyr Gíslason og Þorsteinn Finnbogason munu spila með Breiðabliki á komandi keppnistímabili. Ljósmynd/Facebook

Þorgeir Freyr Gíslason er genginn til liðs við Breiðablik og mun hann spila með liðinu í úrvalsdeild karla í körfuknattleik á næstu leiktíð. Þorgeir er annar leikmaðurinn sem semur við Blika í vikunni en Þorsteinn Finnbogason gekk til liðs við félagið í gær frá Grindavík.

Þorgeir var besti leikmaður Hamars í B-deildinni á síðustu leiktíð en hann skoraði 12 stig, tók 6 fráköst og gaf 2 stoðsendingar að meðaltali á síðasta tímabili. Þorgeir þekkir vel til Péturs Ingvarssonar, þjálfara Breiðabliks, en hann þjálfaði Hamar á síðustu leiktíð.

mbl.is