Dwyane Wade fer ekki til Kína

Dwyane Wade.
Dwyane Wade. AFP

Ekki liggur enn fyrir hvort  Dwyane Wade muni spila körfubolta næsta vetur en nú er alla vega ljóst að hann mun ekki spila í Kína eins og fjölmiðlar höfðu fjallað um sem mögulega niðurstöðu. 

Wade er með lausan samning og getur því samið við hvaða lið sem er. Wade minnkaði nokkuð óvissuna í gær þegar hann tjáði AP fréttaveitunni að hann muni annað hvort spila áfram með Miami Heat í NBA-deildinni eða leggja skóna á hillluna. Bætti hann því við að hann væri ekki í tímahraki varðandi það að semja við Miami. 

Samkvæmt erlendum fjölmiðlum virðist sem Wade hafi hafnað risatilboði um að flytja til Kína og spila í deildinni þar í landi. 

Wade á góðar minningar frá Kína en þar varð hann ólympíumeistari með Bandaríkjunum árið 2008 og endurtók leikinn árið 2012. 

Wade er 36 ára og kom inn í NBA árið 2003. Hefur hann leikið 13 tímabil með Miami en hin með Chicago Bulls og Cleveland Cavaliers. Hann hefur þrívegis orðið NBA meistari. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert