Skallagrímur semur við pólskan leikmann

Skallagrímur komst í undanúrslit Íslandsmótsins síðasta vor.
Skallagrímur komst í undanúrslit Íslandsmótsins síðasta vor. mbl.is/Árni Sæberg

Maju Michalska hefur skrifað undir samning við körfuknattleiksdeild Skallagríms og mun hún leika með liðinu í úrvalsdeild kvenna í körfuknattleik á næstu leiktíð en þetta staðfesti félagið á heimasíðu sinni í gær.

Michalska hefur leikið í bandaríska háskólaboltanum undanfarin ár, en hún er frá Póllandi.

Þessi 23 ára gamli bakvörður lék með High Point háskólanum á árunum 2013-2013 en spilaði með Southeastern University á lokaárinu sínu þar sem hún skoraði 6 stig og tók 3 fráköst að meðaltali í leik.

Þetta er hennar fyrsti atvinnumannasamningur en hún útskrifaðist úr háskóla síðasta vor.

Skallagrímur féll úr leik í undanúrslitum úrslitakeppninnar síðasta vor eftir 3:0-tap gegn Haukum en liðið endaði í fjórða sæti deildarinnar.

Nokkrar breytingar hafa orðið á liðinu að undanförnu en Ari Gunnarsson verður áfram með liðið og þá samdi félagið við Bryeasha Blair fyrr í sumar. Landsliðskonan Jóhanna Björk Sveinsdóttir er hins vegar á förum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert