U-16 ára landsliðið mætt til Svartfjallalands

U-16 ára landslið stúlkna í körfubolta sem tekur þátt í …
U-16 ára landslið stúlkna í körfubolta sem tekur þátt í EM í Svartfjallalandi.

Í morgun hélt U-16 ára landslið stúlkna í körfubolta til Svartfjallalands þar sem þær munu taka þátt í Evrópumóti FIBA dagana 16.-25. ágúst. Fyrsti leikur liðsins verður á fimmtudaginn á móti Svíþjóð. 

Stelpurnar eru í riðli með Grikklandi, Bretlandi, Svíþjóð og Makedóníu auk heimastúlkna í Svartfjallalandi. Að riðlakeppni lokinni verður keppt um öll sæti keppninnar í úrslitakeppni.

Leiktímar íslenska liðsins í riðlinum eru eftirfarandi: 

Ísland-Svíþjóð · Fimmtudaginn 16. ágúst kl. 11:45

Ísland-Svartfjallaland · Föstudaginn 17. ágúst kl. 18:30

Ísland-Grikkland · Laugardaginn 18. ágúst kl. 15:15

Ísland-Bretland · Mánudaginn 20. ágúst kl. 16:15

Ísland-Makedónía · Þriðjudaginn 21. ágúst kl. 15:15

Leikirnir verða allir í beinni útsendingu á Youtube-rás FIBA. Á heimasíðu  keppninnar má einnig finna lifandi tölfræði frá leikjunum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert