Ísland spilar um fimmta sætið

Íslenska liðið spilar um fimmta sæti.
Íslenska liðið spilar um fimmta sæti. Ljósmynd/FIBA

Íslenska karlalandsliðið í körfubolta skipað leikmönnum 16 ára og yngri hafði betur á móti Rúmeníu í B-deild Evrópumótsins í Bosníu í dag, 73:59. Með sigrinum tryggði liðið sér leik um fimmta sæti mótsins á móti Póllandi. 

Staðan eftir fyrsta leikhluta var 17:17, en íslenska liðið vann síðustu þrjá leikhlutana og tryggði sér góðan sigur. Marinó Þór Pálmason var stigahæstur í íslenska liðinu með 13 stig og Friðrik Anton Jónsson gerði 11. 

Leikurinn um fimmta sætið fer fram á morgun og eins og áður segir, verða Pólverjar andstæðingarnir. Ísland og Pólland mættust í riðlakeppninni og hafði Pólland þá betur, 105:75.

mbl.is