Naumt tap fyrir Svartfjallalandi

Hjördís Lilja Traustadóttir skoraði tólf stig.
Hjördís Lilja Traustadóttir skoraði tólf stig. Ljósmynd/FIBA

Íslenska kvennalandsliðið í körfubolta skipað leikmönnum 16 ára og yngri mátti þola naumt 63:58-tap fyrir Svartfjallalandi í öðrum leik sínum í B-deild Evrópumótsins sem fram fer í Podgorica í Svartfjallalandi.

Svartfjallaland var með 35:23-forystu í hálfleik og dugði átta stiga sigur Íslands í síðari hálfleik ekki til. Hjördís Lilja Traustadóttir var stigahæst í íslenska liðinu með tólf stig og Natalía Jenný Lucic Jónsdóttir gerði ellefu stig.

Ísland leikur við Grikkland í þriðja leik sínum á morgun.

mbl.is