Íslensku stelpurnar fengu skell

Íslenska liðið fékk skell í dag.
Íslenska liðið fékk skell í dag. Ljósmynd/FIBA

Íslenska stúlknalandsliðið í körfubolta skipað leikmönnum 16 ára og yngri fékk þungan skell gegn Grikklandi í þriðja leik sínum í B-deild Evrópumótsins í körfubolta í Svartfjallalandi í dag, 81:39.

Grikkir voru með forystu frá upphafi til enda og mistókst íslenska liðinu að skora tíu stig í tveimur leikhlutum. Eva María Davíðsdóttir var stigahæst í íslenska liðinu með fjórtán stig. 

Ísland hefur tapað öllum þremur leikjum sínum á mótinu. Næsti leikur er gegn Bretlandi á mánudaginn kemur. 

mbl.is