Þær bresku reyndust of sterkar

Íslenska liðið tapaði aftur í dag.
Íslenska liðið tapaði aftur í dag. Ljósmynd/FIBA

Íslenska stúlkna­landsliðið í körfu­bolta skipað leik­mönn­um 16 ára og yngri tapaði fjórða leik sín­um í B-deild Evr­ópu­móts­ins í körfu­bolta í Svart­fjalla­landi í dag, 51:37, gegn Bretlandi.

Afar lítið var skorað í leiknum og tókst íslensku stelpunum ekki að rjúfa tíu stiga múrinn í tveimur leikhlutum. Eva María Davíðsdóttir var stigahæst í íslenska liðinu með tíu stig.

Ísland hefur nú tapað öllum fjórum leikjum sínum í A-riðli og mætir á morgun liði Makedóníu í lokaleik riðilsins. Sá leikur verður um 5. sæti riðilsins en þar situr lið Makedóníu núna en Ísland er í 6. og neðsta sætinu. Það er því ljóst að íslensku stelpurnar fara í umspil og keppa um 17.-23. sæti.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert