Angelika Kowalska til Snæfells

Framherjinn Angelika Kowalska mun leika með úrvalsdeildarliði Snæfells á næstu ...
Framherjinn Angelika Kowalska mun leika með úrvalsdeildarliði Snæfells á næstu leiktíð. Ljósmynd/Snæfell

Angelika Kowalska er gengin til liðs við Snæfell og mun hún spila með liðinu í úrvalsdeild kvenna í körfuknattleik á næstu leiktíð en þetta staðfesti félagið á heimasíðu sinni í dag. Kowalska er 26 ára gamall framherji frá Póllandi sem á að baki landsleiki fyrir yngri landslið Pólverja.

Hún spilaði í Frakklandi á síðustu leiktíð með Basket-Ball Cournon d'Auvergne og þá hefur hún einnig spilað nokkur tímabil í efstu deild Póllands.

mbl.is