Ginobili íhugar að kalla þetta gott

Manu Ginobili íhugar nú að leggja skóna á hilluna.
Manu Ginobili íhugar nú að leggja skóna á hilluna. AFP

Körfuknattleikskappinn Manu Ginobili íhugar nú alvarlega að leggja skóna á hilluna en það er Adrian Wojnarowski, fréttamaður hjá ESPN, sem greinir frá þessu. Ginobili er samningsbundinn San Antonio Spurs í bandarísku NBA-deildinni og á eitt ár eftir af samningi sínum við félagið.

Ginobili er orðinn 41 árs gamall en hann mun setjast niður með Gregg Popovic, þjálfara liðsins, á næstu dögum og ræða framtíð sína. Ginobili hefur spilað með Spurs frá árinu 2002 en hann hefur fjórum sinnum orðið NBA-meistari með liðinu.

Tímabilið í NBA-deildinni hefst í október en fyrsti leikur Spurs verður gegn Minnesota Timberwolves 17. október.

mbl.is