Sigvaldi á leið til Spánar

Sigvaldi Eggertsson er á leið til Spánar.
Sigvaldi Eggertsson er á leið til Spánar. Ljósmynd/FIBA

Körfuknattleikskappinn Sigvaldi Eggertsson mun á næstu dögum skrifa undir samning við spænska félagið Monbus Obradoiro CAB en það er Karfan.is sem greinir frá þessu. Hann og Tryggvi Snær Hlinason verða því liðsfélagar á næstu leiktíð en Tryggvi var lánaður til félagsins frá Valencia á dögunum en Monbus Obradoiro CAB leikur í efstu deild á Spáni.

Sigvaldi átti frábært tímabil með Fjölni í íslensku B-deildinni á síðustu leiktíð þar sem hann skoraði 19 stig að meðaltali og tók 6 fráköst. Hann var valinn besti ungi leikmaður deildarinnar á síðustu leiktíð og þá var hann einnig valinn í úrvalslið B-deildarinnar en hann er 18 ára gamall.

Sigvaldi skrifaði undir samning við ÍR í sumar og átti að spila með liðinu í úrvalsdeild karla í körfuknattleik en nú er ljóst að ekkert verður úr því þar sem leikmaðurinn er á förum til Spánar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert