Danero og Collin í æfingahópi landsliðsins

Collin Pryor og Jón Arnór Stefánsson.
Collin Pryor og Jón Arnór Stefánsson. Árni Sæberg

Landsliðsþjálfari karla í körfuknattleik, Craig Pedersen, hefur boðað 24 manna æfingahóp sem mun æfa dagana 30.-31. ágúst. Fram undan eru tveir vináttulandsleikir við Noreg í byrjun september en norska körfuknattleikssambandið fagnar 50 ára afmæli sínu í ár.

Leikirnir gegn Noregi eru hugsaðir sem undirbúningur fyrir landsliðið fyrir forkeppni EuroBasket 2021. Fyrsti leikur Íslands verður gegn Portúgal ytra 16. september.

Fjórir leikmenn í æfingahópnum hafa aldrei spilað A-landsleik fyrir Íslands hönd. Þetta eru þeir Kristján Leifur Sverrisson og Emil Barja, sem hafa verið í æfingahópnum áður, og Danero Thomas og Collin Pryor sem fengu íslenskan ríkisborgararétt í sumar. Samkvæmt reglum FIBA má einn leikmaður í landsliðshópnum hafa annan ríkisborgararétt eftir 18 ára aldur en þann sem hann hafði þegar hann fæddist.

Pavel Ermonlinskij var boðaður í æfingahópinn en gaf ekki kost á sér að þessu sinni. Sigtryggur Arnar Björnsson er einnig fjarverandi en hann er að ná sér að meiðslum. Þá eru þeir Jón Axel Guðmundsson og Breki Gylfason við nám í USA og komast ekki. Dagur Kár Jónsson er einnig fjarverandi, hann er að hefja atvinnumannaferil í Austurríki. 

Hópurinn sem boðaður er til æfinga er eftirfarandi: 

Collin Pryor · Stjarnan

Danero Thomas · Tindastóll

Elvar Már Friðriksson · Denain, Frakkland

Emil Barja · Haukar

Emil Karel Einarsson · Þór Þorlákshöfn

Gunnar Ólafsson · Keflavík

Haukur Helgi Pálsson Briem · Nanterre 92, Frakkland

Hjálmar Stefánsson · Haukar

Hlynur Bæringsson · Stjarnan

Hörður Axel Vilhjálmsson · Keflavík

Jón Arnór Stefánsson · KR

Kári Jónsson · Barcelona, Spánn

Kristinn Pálsson · Njarðvík

Kristjan Leifur Sverrisson · Haukar

Kristófer Acox · Denain, Frakkland

Maciej Baginski · Njarðvík

Martin Hermannsson · Alba Berlin, Þýskaland

Matthías Orri Sigurðarson · ÍR

Ólafur Ólafsson · Grindavík

Pétur Rúnar Birgisson · Tindastóll

Ragnar Nathanaelsson · Njarðvík

Tómas Hilmarsson · Stjarnan

Tryggvi Hlinason · Monbus Obradorio/Valencia, Spánn

Ægir Þór Steinarsson · Stjarnan

mbl.is