Íslenska liðið endaði á sigri

Íslenska liðið hafnaði í 19. sæti.
Íslenska liðið hafnaði í 19. sæti. Ljósmynd/FIBA

Íslenska U16 ára landslið kvenna í körfubolta vann síðasta leik sinn í B-deild Evrópumótsins í körfubolta í Svartfjallalandi í dag. Íslenska liðið hafði þá betur á móti Bosníu í dag, 65:54. 

Helga Sóley Heiðarsdóttir var stigahæst í íslenska liðinu með 13 stig og Hjördís Lilja Traustadóttir gerði ellefu stig. Íslenska liðið vann því tvo leiki á mótinu og endaði í 19. sæti og leikur aftur í B-deildinni á næsta ári. 

mbl.is