Ginobili leggur skóna á hilluna

Mano Ginobili.
Mano Ginobili.

Argentíski körfuknattleiksmaðurinn Manu Ginobili hefur lagt skóna á hilluna. Þetta tilkynnti hann á Twitter-aðgangi sínum í kvöld. 

Manu Ginobili, sem spilaði lengst af með San Antonio Spurs í NBA, á afar glæsilegan feril. Ásamt Tim Duncan og Tony Parker myndaði hann kjarnann í einu sigursælasta liði sögunnar en saman urðu þeir fjórum sinnum NBA-meistarar. Hann er af mörgum talinn einn besti erlendi leikmaður sem hefur spilað í NBA.

mbl.is