Martin fór úr lið á æfingu

Martin Hermannsson t.h. í leik með íslenska landsliðinu í körfuknattleik.
Martin Hermannsson t.h. í leik með íslenska landsliðinu í körfuknattleik. mbl.is/Árni Sæberg

Martin Hermannsson fór úr lið á fingri á æfingu hjá þýska liðinu Alba Berlín í síðustu viku. Martin tjáði Morgunblaðinu að meiðslin væru þó ekki alvarleg. Hann hefði farið í myndatöku og þar var ekki að sjá að nein eftirmál yrðu af atvikinu.

Martin fékk spelku til að vera með í nokkra daga en verður svo gott sem ekkert frá æfingum vegna þessa. Martin er í ítarlegu viðtali við Morgunblaðið í dag.

Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.790 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »