Fimm léku sinn fyrsta A-landsleik

Kristján Leifur Sverrisson, Emil Barja, Haukur Óskarsson, Collin Pryor og …
Kristján Leifur Sverrisson, Emil Barja, Haukur Óskarsson, Collin Pryor og Danero Thomas. mbl.is/KKÍ

Íslenska karlalandsliðið í körfubolta vann 71:69-sigur á Norðmönnum ytra í vináttuleik í gær. Staðan í hálfleik var 45:25, Norðmönnum í vil en glæsilegur síðari hálfleikur skilaði íslenskum sigri.

Ísland vann þriðja leikhlutann 24:13 og fjórða og síðasta leikhlutann 22:11 og leikinn í leiðinni. Ólafur Ólafsson, leikmaður Grindavíkur, var stigahæstur í íslenska liðinu með 19 stig og Collin Pryor, sem var að leika sinn fyrsta landsleik, skoraði 10 stig. Næstur kom Danero Thomas, sem einnig var að spila sinn fyrsta landsleik, með átta stig.

Alls spiluðu fimm leikmenn sína fyrstu landsleiki. Ásamt Danero og Collin bættust Haukur Óskarsson, Kristján Leifur Sverrisson og Emil Barja í hóp landsliðsmanna. johanningi@mbl.is

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert