LeBron James æfði hjá Martin

LeBron James.
LeBron James. AFP

LeBron James, einn besti körfuknattleiksmaður síðari tíma, er á fullu að undirbúa sig fyrir komandi tímabil í NBA-deildinni með sínu nýja liði LA Lakers.

James er nú á ferð um Evrópu í samstarfi við Nike og kom við í Berlín í dag. Þar æfði hann meðal annars í aðstöðu Alba Berlin, en landsliðsmaðurinn Martin Hermannsson gekk í raðir félagsins í sumar. Þá spilaði Martin sýningarleik í Berlín í gær þar sem LeBron var meðal áhorfenda, en karfan.is greinir frá.

Félagið vakti athygli á komu James á twittersíðu sinni, en Martin greip það á lofti og sagði að nú væri búið að fullkomna liðið fyrir tímabilið.

mbl.is