Axel Kárason ekki með Tindastóli í vetur

Axel Kárason spilar ekki með Tindastóli í vetur.
Axel Kárason spilar ekki með Tindastóli í vetur. mbl.is/Árni Sæberg

Körfuboltamaðurinn Axel Kárason kemur ekki til með að leika með Tindastóli á komandi leiktíð. Hann er þó ekki hættur og íhugar að leika næsta vetur. Þetta staðfesti hann í samtali við Vísi.is í dag. 

„Ég hef sagt forráðamönnum Tindastóls að gera ekki ráð fyrir mér í vetur. Ég vil ekki vera að gera þetta í einhverju hálfkáki. Ég vil ekki lofa því að koma aftur eftir áramót því það er ekkert víst að löngunin verði þá til staðar. Maður veit samt aldrei hvort andinn kemur yfir mann. Það verður bara að koma í ljós,“ sagði Axel í samtali við Vísi. 

Axel varð bikarmeistari með Tindastóli, uppeldisfélagi sínu, á síðustu leiktíð eftir sjö ár erlendis í atvinnumennsku. Axel á 57 landsleiki fyrir Íslands hönd og spilaði m.a. á EM í Berlín 2015. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert