Martin og Tryggvi mættust á Spáni

Martin Hermannsson skoraði 12 stig en beið lægri hlut fyrir ...
Martin Hermannsson skoraði 12 stig en beið lægri hlut fyrir Tryggva í kvöld. mbl.is/Kristinn Magnússon

Martin Hermannsson og Tryggvi Snær Hlinason, landsliðsmenn í körfuknattleik, mættust í kvöld þegar lið þeirra, ALBA Berlín frá Þýskalandi og Monbus Obradoiro frá Spáni, áttust við á æfingamóti í Fontecarmoa á Spáni.

Obradoiro hafði þar betur, 74:68, eftir að hafa verið yfir í hálfleik, 38:32.

Martin var næststigahæstur í þýska liðinu en hann spilaði mest allra, í tæpar 29 mínútur, og skoraði 12 stig, tók tvö fráköst og átti eina stoðsendingu.

Tryggvi, sem er í láni frá Valencia, spilaði mest allra leikmanna Obradoiro, í rúmar 25 mínútur. Hann skoraði sjö stig, tók fjögur fráköst og átti eina stoðsendingu á þeim tíma.

mbl.is