Skallagrímur bætir við tveimur

Skallagrímur teflir fram breyttu liði í vetur.
Skallagrímur teflir fram breyttu liði í vetur. mbl.is/Haraldur Jónasson/Hari

Skallagrímur bætti við sig tveimur leikmönnum í kvennalið félagsins í körfubolta í dag. Þær Shequila Joseph frá Englandi og Ines Kerin frá Slóveníu sömdu við Borgnesinga. Skallagrímur mun því tefla fram fjórum erlendum leikmönnum á komandi leiktíð. Karfan.is greindi frá.

Joseph er 23 ára framherji sem lék síðast með Fassi Albino á Ítalíu. Hún hefur leikið með öllum yngri landsliðum Bretlands og með Mississippi í bandaríska háskólaboltanum.

Kerin er 28 bakvörður og lék hún síðast í Frakklandi og þar áður í Þýskalandi. Hún var í tvö ár í Barry-háskólanum vestanhafs og er með reynslu úr efstu deild í heimalandinu. Kerin á nokkra landsleiki fyrir A-landslið Slóveníu. 

Áður hafði Skallagrímur samið við Bryeöshu Blair frá Bandaríkjunum og Maju Michalska frá Póllandi. Jóhanna Björk Sveinsdóttir yfirgaf herbúðir Skallagríms í sumar og samdi við Stjörnuna. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert