Danero ekki með landsliðinu vegna klúðurs

Danero Thomas átti mjög gott tímabil með ÍR síðasta vetur ...
Danero Thomas átti mjög gott tímabil með ÍR síðasta vetur en er nú kominn til Tindastóls. Kristinn Magnúsosn,Kristinn Magnússon

Óvissa ríkir með framtíð Daneros Axels Thomas með íslenska körfuboltalandsliðinu. Danero lék sína fyrstu landsleiki fyrir Ísland gegn Norðmönnum í vínáttuleikjum í byrjun mánaðar.

Danero fæddist í New Orleans í Bandaríkjunum en flutti til Íslands fyrir sex árum. Hann er giftur fyrrverandi landsliðskonunni Fanneyju Lind Thomas og fékk íslenskt ríkisfang fyrr á árinu og varð gjaldgengur með íslenska landsliðinu.

Vegna mistaka yfirvalda í New Orleans má Danero hins vegar ekki spila með landsliðinu um stund. Persónuupplýsingar hans glötuðust í fellibylnum Katrínu sem reið yfir suðurströnd Bandaríkjanna árið 2005 og þurfti hann því að sækja um ný skjöl. Í þeirri umsókn urðu hins vegar mistök.

Sjá nánar í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.

Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.790 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »