Búlgarskur framherji til Vals

Frá viðureign Vals og Hauka í Dominos-deildinni á síðustu leiktíð.
Frá viðureign Vals og Hauka í Dominos-deildinni á síðustu leiktíð. mbl.is/Hari

Valsmenn hafa samið við búlgarska framherjann Aleks Simeonov um að leika með liðinu á komandi leiktíð. Karfan.is greinir frá þessu.

Simeonov er 25 ára gamall búlgarskur landsliðsmaður, tveir metrar á hæð, sem kemur til Valsmanna frá búlgarska liðinu Levski Lukoil. Á síðustu leiktíð skoraði hann að meðaltali 9 stig með liðinu, tók 4 fráköst og gaf 2 stoðsendingar.

mbl.is