Bestu leikmennirnir í NBA

LeBron James er kominn í raðir Los Angeles Lakers.
LeBron James er kominn í raðir Los Angeles Lakers. AFP

Sports Illustrated hefur tekið saman yfirlit yfir það hverir bandaríski miðillinn telur að verði 100 bestu leikmenn NBA-deildarinnar í körfubolta í vetur.

Ekki kemur mikið á óvart að LeBron James, nú leikmaður LA Lakers, er efstur á blaði. Kevin Durant og Stephen Curry, liðsfélagar úr Golden State Warriors, koma næstir á eftir James.

Tíu bestu samkvæmt SI:

1. LeBron James, LA Lakers
2. Kevin Durant, Golden State Warriors
3. Stephen Curry, Golden State Warriors
4. James Harden, Houston Rockets
5. Anthony Davis, New Orleans Pelicans
6. Giannis Antetokounmpo, Milwaukee Bucks
7. Russell Westbrook, Oklahoma City Thunder
8. Chris Paul, Houston Rockets
9. Joel Embiid, Philadelphia 76ers
10. Jimmy Butler, Minnesota Timberwolves

Allan 100 manna lista og rökstuðning SI má sjá með því að smella hér.

mbl.is