Haukar hófu titilvörnina með tapi

Bergþóra Holton sækir að körfu Skallagríms í kvöld.
Bergþóra Holton sækir að körfu Skallagríms í kvöld. mbl.is/Kristinn Magnússon

Keppni í Dominos-deild kvenna í körfuknattleik hófst í kvöld en heil umferð var leikin í deildinni í kvöld.

Haukar hófu titilvörnina með tapi gegn KR á heimavelli, 67:59. Kiana Johnson skoraði 32 stig fyrir KR en hjá Haukum var Lele Hardy stigahæst með 28 stig.

Keflavík, sem er spáð sigri í deildinni, mátti sætta sig við tap á heimavelli gegn sterku liði Stjörnunnar, 79:71. Danielle Victoria Rodriguez fór á kostum í liði Stjörnunnar en hún skoraði 36 stig, tók 8 fráköst og gaf 11 stoðsendingar. Hjá Keflavík var Brittanny Dinkins stigahæst með 27 stig.

Valur vann 20 stiga sigur á Skallagrími í Valshöllinni, 71:51. Brooke Johnson skoraði 20 stig fyrir Val og tók 16 fráköst en hjá Skallagrími var Shequila Joseph stigahæst með 17 stig og þá tók hún 17 fráköst.

Mikil spenna var í leik Breiðabliks og Snæfells í Smáranum en eftir tvíframlengdan leik hafði Snæfell betur, 93:80. Kristen Denise McCarthy skoraði 34 stig fyrir Snæfell og tók 16 fráköst en í liði Blikanna var Bryndís Hanna Hreinsdóttir stigahæst með 21 stig.

Haukar - KR 59:67

Gangur leiksins: 2:6, 2:7, 4:13, 14:15, 18:17, 18:22, 24:26, 33:33, 37:36, 40:40, 48:48, 51:53, 53:58, 53:65, 58:67, 59:67.

Haukar: LeLe Hardy 28/15 fráköst, Magdalena Gísladóttir 9/5 fráköst, Rósa Björk Pétursdóttir 8/4 fráköst, Þóra Kristín Jónsdóttir 5/7 fráköst/6 stoðsendingar, Eva Margrét Kristjánsdóttir 3/3 varin skot, Sigrún Björg Ólafsdóttir 2, Anna Lóa Óskarsdóttir 2, Bríet Lilja Sigurðardóttir 2/4 fráköst.

Fráköst: 32 í vörn, 7 í sókn.

KR: Kiana Johnson 32/6 fráköst/5 stoðsendingar/6 stolnir, Orla O'Reilly 14/10 fráköst/5 stoðsendingar/6 stolnir, Þorbjörg Andrea Friðriksdóttir 6, Perla Jóhannsdóttir 5, Unnur Tara Jónsdóttir 4/11 fráköst, Ástrós Lena Ægisdóttir 4/4 fráköst, Vilma Kesanen 2.

Fráköst: 27 í vörn, 10 í sókn.

Dómarar: Sigmundur Már Herbertsson, Gunnar Thor Andresson, Bjarni Hlíðkvist Kristmarsson.

Áhorfendur: 30.

Valur - Skallagrímur 71:51

Gangur leiksins: 3:1, 7:5, 7:9, 9:14, 18:20, 21:24, 24:28, 29:33, 36:36, 44:38, 46:42, 54:42, 54:44, 63:49, 71:49, 71:51.

Valur: Brooke Johnson 20/16 fráköst, Guðbjörg Sverrisdóttir 18/11 fráköst/5 stolnir, Bergþóra Holton Tómasdóttir 14/5 fráköst, Ásta Júlía Grímsdóttir 11/6 fráköst, Simona Podesvova 6/4 fráköst/8 stoðsendingar, Dagbjört Samúelsdóttir 2/9 fráköst.

Fráköst: 36 í vörn, 15 í sókn.

Skallagrímur: Shequila Joseph 17/17 fráköst, Bryesha Blair 13/5 stolnir, Sigrún Sjöfn Ámundadóttir 8/5 stoðsendingar, Maja Michalska 6/5 fráköst, Karen Dögg Vilhjálmsdóttir 5, Árnína Lena Rúnarsdóttir 2/8 fráköst.

Fráköst: 22 í vörn, 14 í sókn.

Dómarar: Kristinn Óskarsson, Gunnlaugur Briem, Helgi Jónsson.

Breiðablik - Snæfell 80:93

Gangur leiksins: 5:0, 9:4, 12:6, 14:6, 14:6, 19:11, 21:16, 23:21, 29:24, 31:32, 39:34, 44:38, 46:43, 51:47, 55:50, 63:63, 67:68, 74:74, 80:83, :93.

Breiðablik: Bryndís Hanna Hreinsdóttir 21/5 fráköst/6 stoðsendingar, Kelly Faris 20/9 fráköst, Sóllilja Bjarnadóttir 13/5 fráköst, Erna Freydís Traustadóttir 9, Isabella Ósk Sigurðardóttir 9/18 fráköst/4 varin skot, Eyrún Ósk Alfreðsdóttir 4, Þórdís Jóna Kristjánsdóttir 2, Anita Rún Árnadóttir 2.

Fráköst: 30 í vörn, 13 í sókn.

Snæfell: Kristen Denise McCarthy 34/16 fráköst, Angelika Kowalska 17/11 fráköst/5 stoðsendingar, Helga Hjördís Björgvinsdóttir 14, Gunnhildur Gunnarsdóttir 11/10 fráköst, Rebekka Rán Karlsdóttir 7, Katarina Matijevi

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert