Boyd fór hamförum í fyrsta leik

Julian Boyd með eina af fjölmörgu troðslum sínum í leiknum.
Julian Boyd með eina af fjölmörgu troðslum sínum í leiknum. mbl.is/Kristinn Magnússon

KR hóf sjöttu titilvörn sína í Dominos-deild karla í körfubolta í gærkvöldi með öruggum 109:93-sigri á nýliðum Skallagríms á heimavelli sínum. Leikurinn var í járnum í fyrri hálfleik en sterkur þriðji leikhluti lagði grunninn að sigrinum sem aldrei var í hættu í fjórða og síðasta leikhlutanum.

KR-liðið er nokkuð breytt frá því á síðustu leiktíð ásamt því að Ingi Þór Steinþórsson er búinn að taka við keflinu af Finni Frey Stefánssyni í þjálfarastólnum. Það tók meistarana nokkurn tíma að finna taktinn gegn gröðum Borgnesingum sem köstuðu sér í alla lausa bolta og létu finna fyrir sér. Eftir því sem leið á leikinn komu gæði heimamanna betur í ljós og verðskuldaður sigur varð raunin.

Einn af þeim sem komu inn í lið KR var Bandaríkjamaðurinn Julian Boyd. Frumraun hans í íslenskum körfubolta var afar góð og skoraði hann 37 stig og tók auk þess tólf fráköst. Stigin skoraði hann í öllum litum regnbogans. Á milli þess sem hann skoraði þriggja stiga körfur, tróð hann með mögnuðum tilþrifum og man undirritaður ekki eftir öðrum eins stökkkrafti hjá íþróttamanni hér á landi, nema þá kannski í hástökki. 

Sjáðu greinina um körfuboltann í heild sinni í íþróttablaði Morgunblaðsins sem gefið var út í morgun. 

KR hóf sjöttu titilvörn sína í Dominos-deild karla í körfubolta í gærkvöldi með öruggum 109:93-sigri á nýliðum Skallagríms á heimavelli sínum. Leikurinn var í járnum í fyrri hálfleik en sterkur þriðji leikhluti lagði grunninn að sigrinum sem aldrei var í hættu í fjórða og síðasta leikhlutanum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert