Stjarnan fór í gang í seinni hálfleik

Ægir Þór Steinarsson sækir að körfu ÍR-inga en til varnar …
Ægir Þór Steinarsson sækir að körfu ÍR-inga en til varnar er Sigurður Gunnar Þorsteinsson. mbl.is/Kristinn Magnússon

Stjarnan hrósaði sigri gegn ÍR í 1. umferð Dominos-deildar karla í körfuknattleik en liðin áttust við í Garðabænum í kvöld.

Garðabæjarliðið, sem er spáð sigri í deildinni af þjálfurum og forráðamönnum liðanna í Dominos-deildinni, fögnuðu 94:77 sigri. ÍR-ingar voru sterkari framan af. Þeir voru 10 stigum eftir fyrsta leikhlutann og leiddu í hálfleik 55:45. Stjörnumenn komu sterkir til leiks í seinni hálfleik og þegar þriðja leikhlutanum lauk var staðan orðin jöfn 69:69. Garðbæingar héldu áfram að hamra járnið og þeir sigu frammúr í síðasta leikhlutanum og unnu öruggan sigur.

Paul Anthony Jones sem kom til Stjörnunnar frá Haukum í sumar var atkvæðamestur í liði Stjörnunnar með 26 stig og 10 fráköst. Hlynur Bæringsson skoraði 17 stig, tók 12 fráköst og gaf 7 stoðsendingar og Collin Anthony Pryor skoraði 16 stig.

Hjá ÍR-ingum var Justin Martin stigahæstur með 23 stig og 9 fráköst, Matthías Orri Sigurðarson skoraði 18 stig og Gerald Robinson 14.

Gangur leiksins: 5:8, 7:20, 9:22, 18:28, 23:35, 26:40, 36:45, 45:55, 52:55, 59:55, 63:61, 69:69, 73:70, 77:70, 84:73, 94:77.

Stjarnan: Paul Anthony Jones III 26/10 fráköst, Hlynur Elías Bæringsson 17/12 fráköst/7 stoðsendingar, Collin Anthony Pryor 16/8 fráköst, Ægir Þór Steinarsson 14/5 fráköst/7 stoðsendingar, Tómas Þórður Hilmarsson 12/4 fráköst, Antti Kanervo 6/8 fráköst, Arnþór Freyr Guðmundsson 3.

Fráköst: 31 í vörn, 17 í sókn.

ÍR: Justin Martin 23/9 fráköst/5 stolnir, Matthías Orri Sigurðarson 18, Gerald Robinson 14/5 fráköst, Sigurkarl Róbert Jóhannesson 9, Hákon Örn Hjálmarsson 8/6 fráköst, Sigurður Gunnar Þorsteinsson 5/7 fráköst.

Fráköst: 20 í vörn, 11 í sókn.

Dómarar: Sigmundur Már Herbertsson, Jóhannes Páll Friðriksson, Rögnvaldur Hreiðarsson.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert