Svavar Atli heiðraður

Svavar Atli Birgisson í leik með Tindastóli.
Svavar Atli Birgisson í leik með Tindastóli. Ljósmynd/Hjalti Árnason

Skagfirðingurinn Svavar Atli Birgisson var í gærkvöld heiðraður fyrir feril sinn með Tindastóli í körfuboltanum sem spannaði meira en tvo áratugi. Tindastóll tók í gær á móti Þór frá Þorlákshöfn þegar Dominos-deildin fór af stað.

Við þetta tilefni var treyja Svavars, númer 10, hengd upp í rjáfur í íþróttahúsinu á Sauðárkróki að bandarískri fyrirmynd. Svavar lék 344 leiki fyrir Tindastól í úrvalsdeild og úrslitakeppni, auk annarra mótsleikja í meistaraflokki.

Hann var bæði í liði Tindastóls sem komst í úrslit Íslandsmótsins á móti Njarðvík árið 2001 og gegn KR 2015. Þá var Svavar í Tindastólsliðinu sem komst í úrslit bikarkeppninnar gegn Keflavík árið 2012.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert