Tryggvi og félagar töpuðu illa

Tryggvi Snær Hlinason
Tryggvi Snær Hlinason mbl.is/Kristinn Magnússon

Körfuknatt­leik­skapp­inn Tryggvi Snær Hlina­son skoraði átta stig og átti níu fráköst í stórtapi, 78:52, hjá Obradorio á Tenerife í spænsku ACB-deildinni í körfuknattleik í kvöld en hann spilaði í um 23 mínútur fyrir liðið.

Dag­ur Kár Jóns­son skoraði tíu stig fyrir aust­ur­ríska úr­vals­deild­ar­fé­lags­ins Raif­feisen Flyers Wels í naumum sigri á liði Vienna í kvöld. Dagur spilaði í um hálftíma og átt auk stiganna tíu, sex fráköst og fimm stoðsendingar en hann gekk til liðs við austurríska félagið í sumar frá Grindavík.

Þá var landsliðskonan Hild­ur Björg Kjart­ans­dótt­ir drjúg í liði Celta Zorka sem vann afgerandi 73:59-sigur á Cortegada í spænsku B-deildinni. Hildur skoraði 18 stig og átti tíu fráköst en hún spilað í um hálftíma.

Þá töpuðu Helena Sverrisdóttir og stöllur í Cegledi illa fyrir NKK, 85:61, í ungversku deildinni en Helena skoraði 15 stig, átti fimm fráköst og gaf eina stoðsendingu.

Hildur Björg Kjartansdóttir
Hildur Björg Kjartansdóttir mbl.is/Hari
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert