Mögnuð karfa hjá Curry (myndskeið)

Stephen Curry #30 leikmaður NBA-meistaranna í Golden State Warriors.
Stephen Curry #30 leikmaður NBA-meistaranna í Golden State Warriors. AFP

Svo virðist sem Bandaríkjamaðurinn Stephen Curry þurfi einungis að sleppa körfuboltanum og boltinn finnur leiðina ofan í körfuna. Curry skemmti áhorfendum með magnaðri körfu í vináttuleik NBA-liða á dögunum. 

Atvikið gerðist ekki í leiknum sjálfum heldur í upphitun á heimavelli Golden State Warriors í Oakland en best að leyfa myndunum að tala sínu máli. Undirbúningstímabilið fyrir NBA-deildina er nú í fullum gangi. 

Curry hefur á síðustu árum ítrekað skorað körfur héðan og þaðan af vellinum sem festar hafa verið festar á myndskeið og þessi er góð viðbót í safn aðdáenda kappans. 


 

mbl.is