Annar sigur Stjörnunnar

Hart barist í DHL-höllinni í Frostaskjóli í kvöld. Garðbæingar höfðu …
Hart barist í DHL-höllinni í Frostaskjóli í kvöld. Garðbæingar höfðu betur í baráttunni þegar uppi var staðið. mbl.is/Árni Sæberg

Stjarnan fer vel af stað í Dominos-deild kvenna í körfuknattleik og hefur unnið fyrstu tvo leiki sína til þessa en í kvöld fóru fram þrír leiki í 2. umferð deildarinnar.

Stjarnan vann nokkuð öruggan sigur á nýliðunum í KR í Frostaskjólinu þótt úrslitin séu 78:74. KR saxaði á forskot Stjörnunnar á lokakafla leiksins. Danielle Victoria Rodriguez átti stórleik og skoraði 38 stig en hjá KR skoraði Diana Johnson 30.

Íslandsmeistararnir í Haukum unnu sinn fyrsta sigur í deildinni þegar liðið tók á móti Val á heimavelli sínum á Ásvöllum 75:63. Sigrún Björg Ólafsdóttir var stigahæst hjá Haukum með 20 stig en Brooke Johnson skoraði mest fyrir Val, 24 stig.

Skallagrímur og Breiðablik áttust við í spennuleik í Borgarnesi og þar var jafnt 69:69 þegar fjórar mínútur voru eftir. Borgnesingar unnu nauman sigur og eru komnir á blað í deildinni en Blikar eru án stiga. Sigrún Sjöfn Ámundadóttir var stigahæst hjá Skallagrími með 24 stig en hjá Breiðabliki var Kelly Faris atkvæðamest með 28 stig.

Haukar - Valur 75:63

Schenkerhöllin, Úrvalsdeild kvenna, 10. október 2018.

Gangur leiksins:: 6:7, 9:13, 18:14, 22:18, 27:22, 29:25, 37:25, 39:32, 42:34, 48:39, 56:44, 59:46, 66:46, 66:50, 67:56, 75:63.

Haukar: Sigrún Björg Ólafsdóttir 20/6 fráköst, LeLe Hardy 17/20 fráköst/10 stoðsendingar/3 varin skot, Þóra Kristín Jónsdóttir 13/11 stoðsendingar, Rósa Björk Pétursdóttir 9/8 fráköst, Bríet Lilja Sigurðardóttir 6/4 fráköst, Akvilé Baronénaité 4, Magdalena Gísladóttir 4, Eva Margrét Kristjánsdóttir 2.

Fráköst: 26 í vörn, 18 í sókn.

Valur: Brooke Johnson 24/7 fráköst/3 varin skot, Guðbjörg Sverrisdóttir 13/7 fráköst, Hallveig Jónsdóttir 11/4 fráköst, Bergþóra Holton Tómasdóttir 6, Ásta Júlía Grímsdóttir 6/9 fráköst, Dagbjört Samúelsdóttir 2/6 fráköst, Simona Podesvova 1/4 fráköst.

Fráköst: 29 í vörn, 11 í sókn.

Dómarar: Jóhannes Páll Friðriksson, Johann Gudmundsson, Georgia Olga Kristiansen.

Áhorfendur: 65

Skallagrímur - Breiðablik 76:75

Borgarnes, Úrvalsdeild kvenna, 10. október 2018.

Gangur leiksins:: 7:2, 13:7, 20:12, 25:17, 28:23, 36:26, 40:28, 43:34, 52:36, 56:41, 61:47, 64:56, 69:61, 69:66, 71:69, 76:75.

Skallagrímur: Sigrún Sjöfn Ámundadóttir 24/11 fráköst/5 stoðsendingar, Shequila Joseph 20/11 fráköst/3 varin skot, Bryesha Blair 14/4 fráköst, Maja Michalska 9/4 fráköst, Árnína Lena Rúnarsdóttir 4/7 fráköst, Arna Hrönn Ámundadóttir 3, Karen Dögg Vilhjálmsdóttir 2.

Fráköst: 26 í vörn, 12 í sókn.

Breiðablik: Kelly Faris 28/10 fráköst, Björk Gunnarsdótir 15/4 fráköst/7 stoðsendingar, Isabella Ósk Sigurðardóttir 14/9 fráköst, Ragnheiður Björk Einarsdóttir 9/11 fráköst, Sóllilja Bjarnadóttir 7, Eyrún Ósk Alfreðsdóttir 2/4 fráköst.

Fráköst: 28 í vörn, 13 í sókn.

Dómarar: Eggert Þór Aðalsteinsson, Sigurbaldur Frimannsson, Aðalsteinn Hrafnkelsson.

Áhorfendur: 163

KR - Stjarnan 74:78

DHL-höllin, Úrvalsdeild kvenna, 10. október 2018.

Gangur leiksins:: 0:3, 0:13, 0:17, 4:19, 12:24, 14:28, 18:34, 27:39, 33:43, 38:49, 40:51, 46:61, 53:65, 55:69, 63:72, 74:78.

KR: Kiana Johnson 30/6 fráköst, Orla O'Reilly 24/14 fráköst, Þorbjörg Andrea Friðriksdóttir 9, Vilma Kesanen 6/4 fráköst, Unnur Tara Jónsdóttir 3/4 fráköst, Eygló Kristín Óskarsdóttir 2.

Fráköst: 25 í vörn, 7 í sókn.

Stjarnan: Danielle Victoria Rodriguez 38/15 fráköst, Maria Florencia Palacios 20/5 fráköst, Bríet Sif Hinriksdóttir 8/4 fráköst, Jóhanna Björk Sveinsdóttir 5, Vigdís María Þórhallsdóttir 3, Alexandra Eva Sverrisdóttir 2, Sólrún Sæmundsdóttir 2.

Fráköst: 23 í vörn, 7 í sókn.

Dómarar: Sigmundur Már Herbertsson, Rögnvaldur Hreiðarsson, Aron Runarsson.

Áhorfendur: 99

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert