Góður leikur Martins dugði ekki til

Martin Hermannsson var einn af betri leikmönnum Alba Berlín í …
Martin Hermannsson var einn af betri leikmönnum Alba Berlín í kvöld. mbl.is/Kristinn Magnússon

Martin Hermannsson átti góðan leik fyrir Alba Berlín í kvöld þegar liðið tapaði fyrir Cedevita í 2. umferð B-riðils Evrópubikarsins í körfuknattleik í Zagreb í kvöld en leiknum lauk með 75:73-sigri Cedevita.

Martin skoraði 11 stig í leiknum, tók 1 frákast, gaf 4 stoðsendingar og stal hann boltanum einu sinni og var hann næststigahæstur í liði Alba Berlín á eftir Rokas Giedraitis sem skoraði 14 stig. Slæmur þriðji leikhluta kostaði Alba Berlín sigurinn en staðan í hálfleik var 38:36.

Cedevita vann þriðja leikhlutann með fjórum stigum og þrátt fyrir að Alba Berlín hafi unnið fjórða og síðasta leikhlutann með fjórum stigum dugði það ekki til. Þrátt fyrir tapið er Alba Berlín í öðru sæti B-riðils með 1 stig eftir fyrstu tvær umferðirnar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert