Keflavík fær spænskan leikmann

Javier Múgica
Javier Múgica Ljósmynd/www.basquetmanresa.com

Spænski körfuboltamaðurinn Javier Múgica er kominn til Keflavíkur á reynslu. Þetta greindi félagið frá á Facebook-síðu sinni í dag. Múgica er 35 ára og hefur hann mest spilað í næstefstu deild á Spáni. 

Hann spilaði svo á Englandi árin 2015 og 2016. Að sögn Keflavíkur er um góðan og fjölhæfan leikann að ræða og vonast er til að hann verði kominn með leikheimild fyrir leikinn gegn KR annað kvöld. 

mbl.is