Tindastóll ekki í vandræðum með Val

Urald King treður í körfu Valsara á Hlíðarenda í kvöld.
Urald King treður í körfu Valsara á Hlíðarenda í kvöld. mbl.is/Árni Sæberg

Tindastóll hafði betur á Hlíðarenda gegn Val, 93:73, í leik liðanna í annarri umferð Dominos-deildar karla í körfuknattleik í kvöld.

Það mátti alveg sjá á leikmönnum að tímabilið er nýhafið en bæði lið fór ansi seint úr öðrum gír í kvöld. Þó voru gestirnir í Tindastól beittari í leik sínum og höfðu þeir forystuna nær allan tímann en staðan var 49:42-í hálfleik, gestunum í vil.

Eftir hálfleik riðlaðist leikur heimamanna svo enn meira og gestirnir gengu á lagið. Tindastóll vann leikhlutann 20:10 og hafði 17 stiga forystu fyrir endasprettinn. Urald King, sem kom einmitt í Tindastól frá Val í sumar, fór illa með sína gömlu félaga í kvöld, skoraði 24 stig og átti átta fráköst.

Hjá Völsurum var Aleks Simeonov stigahæstur með 20 stig og Ragnar Ágúst Nathanaelsson átti 14 fráköst en það dugði ekki til. Valsarar hafa nú tapað báðum fyrstu leikjum sínum en Tindastóll unnið sína tvo. Haukar höfðu betur gegn Völsurum í fyrstu umferðinni en Tindastóll lagði Þór frá Þorlákshöfn að velli.

Valur 73:93 Tindastóll opna loka
99. mín. skorar
mbl.is