Craion mætir KR-ingum

Michael Craion leikur gegn KR-ingum í kvöld.
Michael Craion leikur gegn KR-ingum í kvöld. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Íslandsmeistarar KR heimsækja Keflvíkinga þegar 2. umferð Dominos-deildar karla lýkur í kvöld með tveimur leikjum. 

Miðherjinn sterki Michael Craion er aftur kominn til Keflavíkur eftir dvöl í Frakklandi en hann lék tvö tímabil með Keflavík á árum áður. Í millitíðinni var hann einnig í KR í tvö tímabil og varð Íslandsmeistari í bæði skiptin. 

Liðin mætast í Keflavík klukkan 20:15. 

Klukkan 18:30 eigast við Haukar og ÍR á Ásvöllum í Hafnarfirði. Bæði lið tóku nokkrum breytingum í sumar og forvitnilegt að sjá hvernig þau fara af stað í deildinni. 

Fjórir leikir eru jafnframt á dagskrá í 1. deild karla.

mbl.is