Stólarnir skrefi á undan

Urald King í leiknum á Hlíðarenda í gær.
Urald King í leiknum á Hlíðarenda í gær. mbl.is/Árni Sæberg

Það mátti sjá á leiknum að tímabilið er rétt að byrja og að bæði Valur og Tindastóll eru að slípa saman ný lið fyrir komandi átök í vetur.

Það var sjaldan sem leikmenn virtust fara úr öðrum gír í Origo-höllinni í gær og þá var nokkuð um stirðan sóknarleik báðum megin og mikið af villum sem stöðvaði allt mögulegt flæði. Þó voru leikmenn Tindastóls ávallt skrefinu á undan, þeir héldu Völsurum ágætlega í skefjum og unnu að lokum sigur án þess að sýna sínar bestu hliðar 93:73.

Það hefur mikið breyst síðan Tindastóll varð bikarmeistari á síðustu leiktíð. Sigtryggur Arnar Björnsson, sem var einn besti leikmaður Íslandsmótsins síðasta vetur, er farinn í Grindavík en á meðan er kempan Brynjar Þór Björnsson mætt á Sauðárkrók ásamt þeim Danero Thomas og Urald King.

Sá síðastnefndi kom einmitt frá Val í sumar og lék hann sína gömlu félaga grátt í gær. King skoraði 24 stig og tók átta fráköst gegn sínum gömlu félögum, átti almennt afbragðs leik. Bandaríkjamaðurinn var skemmtilegur í spræku liði Vals á síðustu leiktíð sem var nýliði í deildinni og hann virtist ekki eiga síður heima í liði Tindastóls þó hann hafi tekið skrefið upp á við til að spila með betri leikmönnum. 

Nánar er fjallað um leikinn í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag

Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.790 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »