Tveir erlendir farnir frá Grindavík

Terrell Vinson lék með Njarðvík á síðustu leiktíð.
Terrell Vinson lék með Njarðvík á síðustu leiktíð. mbl.is/Árni Sæberg

Grindavík sagði í dag upp samningum sínum við Michalis Liapis frá Grikklandi og Bandaríkjamanninn Terrel Vinson. Karfan.is greindi frá þessu í kvöld og er ástæða uppsagnanna meiðsli. 

Vinson spilaði 33 mínútur fyrir Grindavík í fyrstu umferð og skoraði 14 stig og lék hann hálftíma gegn Skallagrími í gær og var þá stigahæstur með 27 stig. 

Liapis spilaði 13 mínútur í gær og 21 mínútu í fyrstu umferð og skilaði hann 11 stigum að meðaltali. Jodry Kupier frá Hollandi er eini erlendi leikmaðurinn sem eftir er í liði Grindavíkur eftir brotthvarf Vinson og Liapis. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert