Tveir fóru út af meiddir í Borgarnesi

Terrell Vinson var áður hjá Njarðvík en leikur nú með ...
Terrell Vinson var áður hjá Njarðvík en leikur nú með Grindavík. Tímabilið gæti verið í uppnámi hjá honum. mb.is/Árni Sæberg

Þjálfarateymi Grindavíkur óttast að Terrell Vinson, leikmaður liðsins, sé illa meiddur á hné eftir tapleikinn í Borgarnesi í Dominos-deildinni í körfuknattleik í gærkvöldi. 

Ólafur Ólafsson og aðstoðarþjálfarinn Daníel G. Guðmundsson gefa það báðir í skyn við netmiðilinn Karfan.is að leiknum loknum. Ekki fór fram hjá áhorfendm á leiknum að Vinson var þjáður í hnénu. 

Hann var ekki sá eini sem þurfti að yfirgefa völlinn vegna meiðsla því Matej Buovac, leikmaður Skallagríms, sneri sig á ökkla og gæti misst af næstu leikjum samkvæmt því sem fram kemur á Körfunni. 

mbl.is