Tvíburatilþrif fyrir vestan (myndskeið)

Hilmir og Hugi leika undir stjórn Yngva Pála Gunnlaugssonar hjá …
Hilmir og Hugi leika undir stjórn Yngva Pála Gunnlaugssonar hjá Vestra í 1. deildinni. mbl.is/Hanna Andrésdóttir

16 ára gamlir tvíburar og unglingalandsliðsmenn í liði KFÍ buðu upp á svokallaða „alley-oop“ troðslu í leik í drengjaflokki á dögunum. 

Bræðurnir heita Hilmir og Hugi Hallgrímssynir og eru einnig farnir að láta að sér kveða í meistaraflokki og komu báðir við sögu í 1. umferð deildarinnar þegar KFÍ vann Snæfell 80:47.

Í sumar voru þeir báðir í U17 ára landsliði Íslands. 

Tilþrifin eru af dýrari gerðinni en sjá má í meðfylgjandi myndskeiði frá Jakinn tv og eru sérlega merkileg í ljósi þess að um samstarf 16 ára gamalla tvíbura er að ræða. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert