Boston vann fyrsta leik tímabilsins

Kyrie Irving hjá Boston Celtics og Ben Simmons hjá Philadelphia …
Kyrie Irving hjá Boston Celtics og Ben Simmons hjá Philadelphia 76ers í leiknum í nótt. AFP

Boston Celtics vann fyrsta leikinn í NBA-deildinni í körfuknattleik á nýju keppnistímabili sem hófst í nótt og meistararnir í Golden State Warriors hófu veturinn á sigri. 

Kyrie Irving lék með Boston á ný en liðið sigraði Philadelphia 76ers 105:87 í Boston. Irving lék í 29 mínútur en hann var frá vegna meiðsla síðustu vikurnar á síðasta keppnistímabili. Skoraði hann 7 stig og gaf 7 stoðsendingar. Jayson Tatum var stigahæstur hjá Boston með 23 stig en hjá Philadelphia var Joel Embiid atkvæðamestur með 23 stig og 10 fráköst. 

Golden State hefur unnið titilinn síðustu tvö ár og öllum er ljóst að erfitt verður að ryðja þeim úr vegi í vetur. Liðið vann í nótt Oklahoma City Thunder 108:100 á heimavelli í Oakland. Stephen Curry skoraði 32 stig og Kevin Durant var með 27 stig gegn sínu gamla liði. Russell Westbrook lék ekki með Oklahoma og var Paul George stigahæstur með 27 stig. 

Stephen Curry hjá Golden State Warriors smellir kossi á hringinn …
Stephen Curry hjá Golden State Warriors smellir kossi á hringinn sem hann fékk fyrir að verða NBA-meistari í sumar. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert