Í viðræðum við þrjá leikmenn

Jóhann Þór Ólafsson.
Jóhann Þór Ólafsson. mbl.is/Kristinn Magnússon

Grindavík er í viðræðum við þrjá erlenda leikmenn vegna karlaliðs félagsins í körfuknattleik og má búast við að einn þeirra að minnsta kosti komi til landsins eftir nokkra daga. 

Terrell Vinson meiddist í leiknum i Borgarnesi á dögunum og er farinn til Bandaríkjanna. Grindavík lét einnig Michal­is Liap­is frá Grikklandi fara fyrir helgi. 

Samkvæmt þvi sem netmiðillinn Karfan.is hefur eftir Jóhanni Þór Ólafssyni, þjálfara Grindavíkur, þá er liðið í viðræðum við þrjá leikmenn. Staðfesti hann að einn þeirra væri Lewis Clinch sem áður lék með Grindavík við góðan orðstír, síðast veturinn 2016-2017 þegar Grindavík komst í úrslit Íslandsmótsins. 

Samkvæmt wikipedia-síðu sem er tileinkuð kappanum virðist Clinch vera búinn að semja við Grindavík. 

Lewis Clinch og Darri Hilmarsson í úrslitarimmunni 2017.
Lewis Clinch og Darri Hilmarsson í úrslitarimmunni 2017. mbl.is/Kristinn Magnúsosn
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert