Meistararnir heppnir gegn Þór Þ.

KR vann afar nauman 86:85-sigur á Þór Þ. í Dominos-deild karla í körfubolta í kvöld. Leikurinn var jafn og spennandi allan tímann en KR var sterkara í blálokin. 

Gestirnir byrjuðu með látum og komust í 10:2 snemma leiks, með góðum varnarleik og áræðnum sóknarleik, þar sem menn hittu vel fyrir utan þriggja stiga línuna. Þá tók Ingi Þór Steinþórsson leikhlé með góðum árangri því hægt og rólega minnkaði KR muninn og komst svo yfir. Staðan eftir fyrsta leikhluta var 27:24, KR í vil.

KR byrjaði annan leikhluta með tveimur þriggja stiga körfum og náði því níu stiga forskoti. Gestirnir svöruðu með sínum tveimur þriggja stiga körfum og var annar leikhlutinn jafn, þótt KR-ingar hafi ávallt verið skrefinu á undan. Þegar flautað var til hálfleiks var staðan 48:47, KR í vil.

Svipað var uppi á teningnum í þriðja leikhluta og var hann jafn og spennandi allan tímann. Þór komst yfir um miðbik hans en KR var sterkara síðari hluta leikhlutans og var staðan fyrir fjórða og síðasta leikhlutann 71:69, KR í vil.

Gestirnir byrjuðu fjórða leikhlutann betur og var staðan 74:71, Þór í vil snemma í leikhlutanum. Þórsarar héldu forskotinu eftir því sem leið á leikhlutann og var staðan 83:78, Þór í vil þegar tvær mínútur voru til leiksloka. Þá tóku KR-ingar við sér og þriggja stiga körfur Sigurðar Þorvaldssonar og Dino Stipcic komu KR í 84:83, þegar rúmar 40 sekúndur voru til leiksloka og tókst Þór ekki að jafna eftir það. 

KR - Þór Þ. 86:85

DHL-höllin, Úrvalsdeild karla, 18. október 2018.

Gangur leiksins:: 2:7, 9:12, 19:19, 27:24, 33:27, 35:34, 44:39, 48:45, 50:49, 62:58, 66:69, 71:69, 71:74, 76:78, 78:80, 86:85.

KR: Jón Arnór Stefánsson 17/4 fráköst, Julian Boyd 16/9 fráköst, Björn Kristjánsson 16/7 fráköst/6 stoðsendingar, Emil Barja 11/7 stoðsendingar, Dino Stipcic 10/6 fráköst, Sigurður Á. Þorvaldsson 9/5 fráköst, Vilhjálmur Kári Jensson 4, Orri Hilmarsson 3.

Fráköst: 25 í vörn, 10 í sókn.

Þór Þ.: Nikolas Tomsick 24/4 fráköst/5 stoðsendingar, Kinu Rochford 20/9 fráköst/7 stoðsendingar, Ragnar Örn Bragason 12, Davíð Arnar Ágústsson 11, Halldór Garðar Hermannsson 10/4 fráköst, Emil Karel Einarsson 6/4 fráköst, Magnús Breki Þórðason 2.

Fráköst: 20 í vörn, 4 í sókn.

Dómarar: Ísak Ernir Kristinsson, Rögnvaldur Hreiðarsson, Bjarni Hlíðkvist Kristmarsson.

Áhorfendur: 125

KR 86:85 Þór Þ. opna loka
99. mín. skorar
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert