Góður seinni hálfleikur skilaði Stjörnusigri

Ægir Þór Steinarsson leitar leiða framhjá sterkri vörn Skallagríms í ...
Ægir Þór Steinarsson leitar leiða framhjá sterkri vörn Skallagríms í kvöld. mbl.is/Hari

Góður seinni hálfleikur skilaði Stjörnumönnum öruggum 82:72-sigri á Skallagrími í Dominos-deild karla í körfubolta í kvöld. Stjarnan keyrði yfir Borgnesinga í seinni hálfleik og er liðið enn með fullt hús eftir þrjá leiki, en Skallagrímur með einn sigur og tvö töp.

Skallagrímsmenn voru kraftmeiri í byrjun og virtust ná að stuða heimamenn með vaskri framgöngu í varnarleiknum og fínum sóknarleik. Ægir Þór Steinarsson var helsta ástæða þess að forysta Skallagríms eftir fyrsta leikhluta var einungis þrjú stig, 20:17.

Gestirnir héldu áfram að vera skrefinu á undan í öðrum leikhluta og voru átta stigum yfir um miðbik hans, 34:26. Lykilmenn Stjörnunnar fyrir utan Ægi Þór náðu sér ekki á strik og litu gestirnir vel út. Arnþór Freyr Guðmundsson setti tvo mikilvæga þrista undir lok leikhlutans og var staðan í hálfleik 39:35. Aundre Jackson skoraði 18 stig í leikhlutanum og Eyjólfur Ásberg Hilmarsson spilaði vel.

Stjörnumenn komu mun ákveðnari til leiks í síðari hálfleik og Collin Pryor og Paul Jones byrjuðu að sýna sitt rétta andlit. Eftir aðeins þrjár mínútur í síðari hálfleik var staðan orðin 46:42, Stjörnunni í vil. Stjarnan hélt áfram að bæta í forskotið eftir því sem leið á leikhlutann og var staðan fyrir fjórða og síðasta leikhlutann 62:49.

Forskoti Stjörnumanna var ekki ógnað í síðasta leikhlutanum og sannfærandi síðari hálfleikur skilaði tveimur stigum fyrir heimamenn. 

Stjarnan - Skallagrímur 82:72

Mathús Garðabæjar höllin, Úrvalsdeild karla, 19. október 2018.

Gangur leiksins:: 3:2, 9:10, 17:14, 17:20, 20:25, 22:25, 28:34, 35:39, 43:42, 50:45, 56:47, 62:49, 62:53, 67:58, 76:65, 82:72.

Stjarnan: Hlynur Elías Bæringsson 17/8 fráköst, Ægir Þór Steinarsson 17/6 fráköst/7 stoðsendingar, Paul Anthony Jones III 15/7 fráköst, Arnþór Freyr Guðmundsson 12, Collin Anthony Pryor 12/10 fráköst, Antti Kanervo 5, Tómas Þórður Hilmarsson 2/4 fráköst, Eysteinn Bjarni Ævarsson 2.

Fráköst: 28 í vörn, 9 í sókn.

Skallagrímur: Aundre Jackson 27/6 fráköst, Eyjólfur Ásberg Halldórsson 15, Björgvin Hafþór Ríkharðsson 11/12 fráköst/5 stoðsendingar, Bjarni Guðmann Jónson 9/7 fráköst, Kristján Örn Ómarsson 6, Kristófer Gíslason 3, Arnar Smári Bjarnason 1.

Fráköst: 21 í vörn, 11 í sókn.

Dómarar: Sigmundur Már Herbertsson, Davíð Kristján Hreiðarsson, Georgia Olga Kristiansen.

Áhorfendur: 297.

Uppfærist sjálfkrafa meðan leikur er í gangi

Allar lýsingar í beinni

Stjarnan 82:72 Skallagrímur opna loka
99. mín. skorar
mbl.is