Meistararnir 0,3 sekúndum frá tapi

Meistarar Golden State Warriors unnu afar nauman sigur.
Meistarar Golden State Warriors unnu afar nauman sigur. AFP

NBA-meistararnir Golden State Warriors fara vel af stað í deildinni á tímabilinu því liðið vann 124:123-sigur á Utah Jazz á útivelli í nótt. Svíinn Jonas Jerebko skoraði sigurkörfuna 0,3 sekúndum fyrir leikslok og tryggði Golden State sinn annan sigur í tveimur leikjum. 

Kevin Durant skoraði 38 stig fyrir Golden State og Stephen Curry bætti við 31 stigi. Joe Ingles skoraði 27 stig fyrir Utah, sem er með einn sigur og eitt tap til þessa. 

Toronto Raptors hefur einnig farið vel af stað og vann liðið Boston, 113:101. Kawhi Leonard fer vel af stað hjá Toronto og skoraði hann 31 stig og tók tíu fráköst. 

Sóknarleikurinn var í aðalhlutverki í New Orleans þar sem Sacramento Kings heimsótti New Orleans Pelicans. Lokatölur urðu 149:129, New Orleans í vil. Nikola Morotic skoraði 36 stig fyrir Pelikanana, sem eru með tvo sigra en Sacramento er án sigurs. 

Öll úrslit næturinnar í NBA-körfuboltanum: 

Charlotte Hornets - Orlando Magic 120:88
New York Knicks - Brooklyn Nets 105:107
Boston Celtics - Toronto Raptors 101:113
Atlanta Hawks - Memphis Grizzlies 117:131
Cleveland Cavaliers - Minnesota Timberwolves 123:131
Sacramento Kings - New Orleans Pelicans 129:149
Indiana Pacers - Milwaukee Bucks 101:118
Golden State Warriors - Utah Jazz 124:123
Oklahoma City Thunder - LA Clippers 92:108

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert