Harden skyggði á LeBron í fyrsta heimaleiknum

James Harden fór mikinn í Staples Center í nótt.
James Harden fór mikinn í Staples Center í nótt. AFP

LeBron James skoraði 24 stig, tók 5 fráköst og gaf 5 stoðsendingar fyrir Los Angeles Lakers þegar liðið tapaði fyrir Houston Rockets í NBA-deildinni í körfuknattleik í Staples Center í Los Angeles í nótt en leiknum lauk með 124:115-sigri Houston.

Þetta var fyrsti heimaleikur LeBron James með sínu nýja félagi en James Harden, leikmaður Houston, stal senunni í nótt og skoraði 36 stig, tók 7 fráköst og gaf 5 stoðsendingar. Chris Paul var einnig atkvæðamikill í liði Houston með 28 stig og 10 stoðsendingar. 

Lebron var stigahæstur hjá Lakers en næstur á eftir honum kom JaVale McGee með 16 stig og 6 fráköst. Lakers hefur tapað báðum leikjum sínum í NBA-deildinni til þessa en LeBron gekk til liðs við félagið í sumar frá Cleveland Cavaliers.

Öll úr­slit næt­ur­inn­ar í NBA-körfu­bolt­an­um: 

Indiana Pacers 132:112 Brooklyn Nets
Washington Wizards 113:117 Toronto Raptors
New York Knicks 101:103 Boston Celtic
Philadelphia 76ers 116:115 Orlando Magic
Miami Heat 112:113 Charlotte Hornets
Chicago Bulls 116:118 Detroit Pistons
Dallas Mavericks 140:136 Minnesota Timberwolves
Denver Nuggets 119:91 Phoenix Suns
Portland Trail Blazers 121:108 San Antonio Spurs
Los Angeles Lakers 115:124 Houston Rockets

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert