Helena og samherjar enn án stiga

Helena Sverrisdóttir.
Helena Sverrisdóttir. mbl.is/Árni Sæberg

Helena Sverrisdóttir, landsliðskona í körfuknattleik, og samherjar hennar í Ceglédi máttu þola sitt fjórða tap í jafnmörgum leikjum í ungversku A-deildinni í kvöld þegar þær sóttu heim lið Csata.

Csata vann leikinn 72:50 eftir að staðan var 30:21 í hálfleik. Helena var þriðja stigahæst í liði Ceglédi með 9 stig og tók auk þess þrjú fráköst.

mbl.is