Létu hnefana tala í Staples Center

Þrír voru reknir út úr húsi í Staples Center.
Þrír voru reknir út úr húsi í Staples Center. AFP

Þremur leikmönnum var hent út úr húsi í nótt þegar Houston Rockets vann 124:115-sigur  gegn Los Angeles Lakers í NBA-deildinni í körfuknattleik í Staples Center í Los Angeles í nótt. Brandon Ingram, leikmaður Lakers, braut á James Harden, leikmanni Rockets, með þeim afleiðingum að allt sauð upp úr í fjórða leikhluta.

Leikmenn létu hnefana tala inn á vellinum með þeim afleiðingum að Ingram, Rajon Rondo og Chris Paul voru allir reknir út úr húsi og eiga leikmennirnir þrír allir von á leikbanni. Þetta var fyrsti heimaleikur LeBron James með Lakers síðan hann kom til félagsins í sumar frá Cleveland Cavaliers.

mbl.is